Snjómokstur og hálkueyðing

Markmið með snjómokstri og hálkueyðingu er að minnka þau óþægindi sem snjór og ís veldur einstaklingum, fyrirtækjum og skólahaldi.

Snjómokstur og hálkueyðingu í Dalvíkurbyggð er stjórnað af tveimur aðilum; Eigna- og framkvæmdadeild og Vegagerðinni. Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, í umboði sviðsstjóra framkvæmdasviðs, metur hverju sinni, hvenær og hvernig snjómokstur er framkvæmdur. Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar er Helga Íris Ingólfsdóttir og hægt er að ná á henni í síma 853 0220, eða í tölvupósti á netfangið helgairis@dalvikurbyggd.is

Nánari upplýsingar um mokstur í þéttbýli og utan þéttbýlis sem og skiptingu á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins má sjá í  viðmiðunarreglum um snjómokstur í Dalvíkurbyggð.

Götukort Dalvík
Götukort Árskógssandur
Götukort Hauganes
Gönguleiðir utan gatna