Að senda inn erindi/umsókn

Hægt er að senda erindi inn til sveitarfélagsins með eftirfarandi leiðum: í pósti, með tölvupósti eða á eyðublöðum sem eru inn á Mín Dalvíkurbyggð.

Mikilvægt er að eftirfarandi komi fram í erindi: Sendandi, dagsetning erindis og tilgangur erindis. Erindi sem berast sveitarfélaginu nafnlaust er ekki hægt að koma í ferli. 

Um meðferð mála og erinda fer sveitarfélagið eftir stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og upplýsingalögum nr. 140/2012.

Í pósti

Hægt er að senda inn erindi til sveitarfélagsins í pósti. Þegar bréf berst póstleiðina til sveitarfélagsins er það skannað inn í rafrænt skjalavistunarkerfi þar sem það er geymt. Um leið er það sett fyrir viðkomandi sviðsstjóra/starfsmann sem kemur því í viðeigandi ferli. Svar berst bréfleiðina til sendanda eftir því sem málsmeðferð vindur fram auk þess sem að svar birtist rafrænt inn á Mín Dalvíkurbyggð. Þar getur sendandi fylgst rafrænt með ferli málsins.

Í tölvupósti

Hægt er að senda inn erindi til sveitarfélagsins í tölvupósti. Þegar erindi berst með tölvupósti er það fært inn í rafrænt skjalavistunarkerfi þar sem það er geymt. Um leið er það sett fyrir viðkomandi sviðsstjóra/starfsmann sem kemur því í viðeigandi ferli. Svar berst bréfleiðina til sendanda eftir því sem málsmeðferð vindur fram auk þess sem svar birtist rafrænt inn á Mín Dalvíkurbyggð. Þar getur sendandi fylgst rafrænt með ferli málsins.

Í gegnum Mín Dalvíkurbyggð

Inn á Mín Dalvíkurbyggð eru ýmsar umsóknir/eyðublöð sem hægt er að senda rafrænt inn til sveitarfélagsins. Um leið og umsókn er skilað inn í gegnum Mín Dalvíkurbyggð berst hún til viðeigandi sviðsstjóra/starfsmanns sem móttekur umsóknina/eyðublaðið og kemur í viðeigandi ferli. Þegar umsókn hefur verið afgreidd berst sendanda svar bæði í pósti og á Mín Dalvíkurbyggð eða eingöngu á Mín Dalvíkurbyggð allt eftir eðli umsóknar. Inn á Mín Dalvíkurbyggð getur sendandi fylgst rafrænt með ferli umsóknar. Það fer svo eftir eðli málsins hversu langan tíma tekur fyrir svar að berast til sendanda.

Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Ásgeirsdóttir, ritari, í síma 460 4900 og á netfanginu margret@dalvikurbyggd.is