Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11, frá 07.07.2023

Málsnúmer 2307002F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá
a) ákvörðun um gjaldfjálsa sorpförgun og lengri opnunartími.
b) kostnaður vegna tiltektardags.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; ungbarnarólur - ákvörðun um ráðstöfun af fjárhagsáætlun ársins 2023.
Liður 12 er sér liður á dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu umhirða og umgengni á lóðum í Dalvíkurbyggð. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11 Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Framkvæmdasvið að auglýstur verði tiltektardagur á Dalvík laugardaginn 22. júlí nk. Íbúar verði hvattir til að taka til og snyrta sitt nærumhverfi, að auglýstur verði lengri opnunartími á gámasvæði og að sorpförgun verði gjaldfrjáls þann dag.
    Ráðið leggur einnig til að Framkvæmdasvið sendi ábendingar til allra fyrirtækja og rekstraraðila í sveitarfélaginu þar sem þeim er bent á hentugar förgunarleiðir.
    Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur einnig til að í vinnu við fjárhagsáælun 2024 verði gert ráð fyrir fjármunum í sérstaka tiltektardaga og hreinsunarátak í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs um tiltektardag á Dalvík laugardaginn 22. júlí nk. Byggðaráð samþykkir jafnframt tillögu um lengri opnunartíma á gámasvæði með fyrirvara um samþykki rekstraraðila gámasvæðisins og að sorpförgun verði gjaldfrjáls þann dag frá íbúðarhúsnæði.
  • Með rafpósti, dagsettum 17. júní 2023, bendir Ingunn Hekla Jónsdóttir á skort á ungbarnarólum á leiksvæðum á Dalvík, en engin ungbarnaróla er á öðrum leiksvæðum en við Krílakot. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11 Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að skoða hvort tvær nýjar ungbarnarólur rúmist innan fjárhagsáætlunar 2023. Ráðið leggur til að settar verði upp ungbarnarólur á leiksvæðin á Árskógssandi og í Skógarhólum.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila kaup á tveimur nýjum ungbarnarólum sé svigrúm innan heimildar á fjárfestingaáætlun, lið 32200-leiktæki. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu umhverfis-og dreifbýlisráðs um staðsetningar.
  • Lögð fram til umsagnar skýrsla SSNE um endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra unnin af Jónasi Smára Lúðvíkssyni. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11 Umhverfis- og dreifbýlisráð bendir á að megnið af skurðum í landi Dalvíkurbyggðar eru í notkun vegna landbúnaðarstarfsemi. Einungis skurðir í Höfða væru að einhverju leiti hentugir í endurheimt votlendis.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda umsögn umhverfis- og dreifbýlisráðs.