Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13

Málsnúmer 2204009F

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 372. fundur - 06.05.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 13. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
  • .1 202204033 Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 2
    Tekin fyrir umsókn, dagsett 6. apríl 2022, um byggingarleyfi að Öldugötu 2 á Árskógssandi frá EGO húsum ehf. Óskað er eftir leyfi til þess að byggja þriggja íbúða raðhús á lóðinni.
    Meðfylgjandi eru aðalteikningar, byggingarlýsing og skráningartafla unnar af ArkiBygg arkitektum.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði er umsókninni vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skal ná til eigenda eftirfarandi húseigna að: Ægisgötu 1, 3 og 5. Aðalbraut 2, 4, 6 og 8. Öldugötu 1, 3, 4, 5 og 7.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .2 202204012 Umsókn um byggingarleyfi - Aðstöðuhús við Snerru
    Með umsókn, dagsettri 4. apríl 2022, óskar Þröstur Karlsson eftir leyfi til þess að fá að byggja aðstöðuhús/vélageymslu við sumarhúsið Snerru í Svarfaðardal.
    Meðfylgjandi eru hönnunargögn unnin af Klöpp arkítektum.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Byggingaráform samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .3 202203162 Umsókn um byggingarleyfi - Gróðurhús við Aðalgötu 1, Hauganesi
    Með ódagsettri umsókn óskar Sólveig Hallgrímsdóttir eftir leyfi til þess að fá að reisa 25 fm plastgróðurhús í norðvesturhorni lóðar sinnar að Aðalgötu 1 á Hauganesi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna í Aðalgötu 1a (Móland) um fjarlægð frá lóðamörkum.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • .4 202204110 Umsókn um graftrarleyfi - Sakka III
    Með umsókn, dagsettri 25. apríl 2022, óskar Sveinn Brynjólfsson eftir leyfi til þess að hefja jarðvegsvinnu á lóðinni að Sökku III í Svarfaðardal. Með umsókninni fylgdu teikningar að íbúðarhúsi og listi yfir byggingarstjóra og iðnmeistara. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Erindi samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út graftarleyfi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .5 202203173 Beiðni um umsögn vegna umsóknar Í tröllahöndum ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II
    Tekin fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn byggingafulltrúa vegna umsóknar Í tröllahöndum ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II á Rimum í Svarfaðardal. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Byggingafulltrúi veitir jákvæða umsögn.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .6 202204107 Tilkynning um framkvæmd - Gluggaskipti í Stórhólsvegi 1
    Lögð fram tilkynning frá Jóni Arnari Helgasyni dagsett 25. apríl 2022, um fyrirhuguð gluggaskipti í Stórhólsvegi 1 á Dalvík. Gluggar verða að mestu óbreyttir en einnig á að koma fyrir svalahurð á suðurhlið hússins. Einnig á að fjarlægja skorstein. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Lagt fram til kynningar og engar athugasemdir gerðar.
  • .7 202204105 Tilkynning um framkvæmd - Syðri-Hagi
    Lögð fram tilkynning frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett 24. apríl 2022, um fyrirhugaða framkvæmd að Syðri-Haga. Endurnýja á þak vegna rakaskemmda og setja þakglugga sem gert var ráð fyrir á upprunalegum teikningum. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Lagt fram til kynningar og engar athugasemdir gerðar.
  • .8 202204109 Umsókn um breytta notkun á rými 0204 á Böggvisstöðum.
    Með umsókn, dagsettri 30. mars 2022, óskar Ella Vala Ármannsdóttir eftir breyttri skráningu á eign 0204 á Böggvisstöðum þannig að það verði skráð sem íbúð. Meðfylgjandi eru aðalteikningar og skráningartafla unnar af Kristjáni Hjartarsyni.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 13 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.