Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7

Málsnúmer 2109013F

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 364. fundur - 05.10.2021

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
  • .1 202108075 Umsókn um byggingaleyfi - Skógarhólar 11
    Á síðasta afgreiðslufundi var tekin fyrir umsókn EGO húsa ehf. um byggingaleyfi í Skógarhólum 11 og þá voru byggingaráform samþykkt. Nú liggja fyrir aðalteikningar, afstöðumynd og skráningartafla fyrir Skógarhóla 11. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Engar athugasemdir gerðar við framlögð gögn og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .2 202109114 Umsókn um byggingaleyfi - Aðalbraut 16, Árskógssandi
    Með erindi dagsettu 22. september, óska þau Sigurður Bragi Ólafsson og Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir eftir byggingaleyfi fyrir einbýlishús að Aðalbraut 16 á Árskógssandi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindi frestað þar til frekari gögn hafa borist.
  • .3 202103077 Umsókn um byggingaleyfi - Skemma í Hofsárkoti
    Með umsókn dagsettri 20. september 2021 óskar Sigvaldi Gunnlaugsson eftir byggingaleyfi fyrir skemmu að Hofsárkoti í Svarfaðardal. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindið er samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi með þeim fyrirvara að skráningartafla berist.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .4 201806022 Umsókn um byggingaleyfi vegna breytinga á Karlsrauðatorgi 11, Dalvík
    Með erindi, dagsettu 22. september 2021, óskar Kristín A. Símonardóttir fyrir hönd Gísla, Eiríks, Helga ehf eftir endurnýjun á byggingaleyfi fyrir endurbætur á Karlsrauðatorgi 11. Upphafleg umsókn er frá árinu 2018 og fóru fyrirhugaðar framkvæmdir þá í grenndarkynningu.
    Um er að ræða endurbætur á húsinu inni og úti auk viðbyggingu á sólskála.
    Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir, afstöðumynd og skráningartafla.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindið er samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út endurnýað byggingaleyfi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .5 202006060 Umsókn um byggingaleyfi vegna viðbyggingar við Hólshús.
    Tekin fyrir umsókn um byggingaleyfi frá Sólrúnu Láru Reynisdóttur frá 2020. Óskað er eftir byggingaleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahúsið Hólshús. Erindinu var vísað frá á sínum tíma vegna ákvæða um hámarksbyggingamagn í deiliskipulagi.
    Búið er að breyta deiliskipulagi þannig að hámarksbyggingamagn innan lóðar var aukið þannig að byggingaleyfisumsóknin er lögð fram að nýju.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindið er samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .6 202006052 Umsókn um byggingaleyfi - Sunnubraut 1
    Lagðar fram reyndarteikningar af Sunnubraut 1 og uppfærð skráningartafla. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7
  • .7 202109079 Böggvisstaðir - byggingaleyfi
    Lögð fram beiðni um skráningu byggingastjóra fyrir breytingar á Böggvisstöðum. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7
  • .8 202011083 Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla
    Farið yfir teikningar af Gamla skóla og mat lagt á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7
  • .9 202109094 Tilkynning um framkvæmd - Niðurrif á skorsteini í Bjarkarbraut 11
    Með erindi dagsettu 16. september 2021 tilkynnir Kristján Ólafsson um fyrirhugað niðurrif á skorsteini á húsi sínu að Bjarkarbraut 11 á Dalvík. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7
  • .10 202109120 Tilkynning um framkvæmd - Innkeyrsluhurð á Ránarbraut 1
    Með erindi dagsettu 24. september 2021 óskar Fiskmarkaður Norðurlands eftir leyfi til þess að búa til innkeyrsluhurð á vesturhlið Ránarbrautar 1 á Dalvík. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna fyrirhugaða breytingu á útliti hússins. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .11 202102169 Trúnaðarmál
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7
  • .12 202109138 Umsókn um leyfi - Gluggaskipti í Hafnarbraut 10
    Með erindi dagsettu 27. september 2021, óskar Katrina Kruzmane eftir leyfi til þess að skipta út gluggum í íbúð sinni að Hafnarbraut 10 á Dalvík. Meðfylgjandi eru teikningar af gluggunum. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindið er samþykkt og leyfi gefið fyrir gluggaskiptum í Hafnarbraut 10.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • .13 202109140 Fyrirspurn til byggingafulltrúa - Staðsetning á kolsýrutanki
    Tekin fyrir fyrirspurn dagsett 30. september 2021, frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur þar sem óskað er eftir umsögn vegna staðsetningar á nýjum 11 tonna kolsýrutanki við Öldugötu 22 á Árskógssandi (Bruggsmiðjan). Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Byggingafulltrúi veitir jákvæða umsögn um fyrirhugaða framkvæmd.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.