Laxós - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsrannsóknir við Hauganes

Málsnúmer 202504017

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Erindi dagsett 3.apríl 2025 þar sem Laxós ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsrannsóknum á svæði norðan Hauganess þar sem áform eru um framtíðaruppbyggingu á laxeldi.
Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér gröft á átta gryfjum til þess að meta jarðlög, legu grunnvatns og dýpi á fastan botn.
Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.