Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2025

Málsnúmer 202504014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1144. fundur - 10.04.2025

Tekið fyrir aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna, dagsett þann 2 apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar 6. maí nk. kl. 14:00 í Reykjavík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna og menningarhúss að sækja fundinn ef hún hefur tök á og hægt er að nýta ferðina samhliða í önnur verkefni.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna, dagsett þann 2 apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar 6. maí nk. kl. 14:00 í Reykjavík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna og menningarhúss að sækja fundinn ef hún hefur tök á og hægt er að nýta ferðina samhliða í önnur verkefni."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur forstöðumanni safna og menningarhúss að sækja fundinn ef hún hefur tök á og hægt er að nýta ferðina samhliða í önnur verkefni.