Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildarM Gatnahreinsun í Dalvíkurbyggð 2025 - 2028

Málsnúmer 202504010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1144. fundur - 10.04.2025


Tekið fyrir minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 7. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir niðurstöðum úr verðfyrirspurn í gatnahreinsun. Sex tilboð bárust frá:
Dalverk ehf.
EB ehf.,
Hreinsitækni ehf.
Sigvaldi og synir ehf.
Steypustöðin Dalvík ehf.
Verkval ehf.

Deildarstjóri leggur til að samið verði við lægstbjóðanda til næstu þriggja ára sem er Hreinsitækni ehf.
Bygggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Hreinsitækni ehf. til næstu þriggja ára um framkvæmd gatnahreinsunar í Dalvíkurbyggð.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 7. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir niðurstöðum úr verðfyrirspurn í gatnahreinsun. Sex tilboð bárust frá: Dalverk ehf. EB ehf., Hreinsitækni ehf. Sigvaldi og synir ehf. Steypustöðin Dalvík ehf. Verkval ehf.
Deildarstjóri leggur til að samið verði við lægstbjóðanda til næstu þriggja ára sem er Hreinsitækni ehf.

Bygggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Hreinsitækni ehf. til næstu þriggja ára um framkvæmd gatnahreinsunar í Dalvíkurbyggð. Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að gengið verði til samninga við Hreinsitækni ehf.við framkvæmd gatnahreinsunar í Dalvíkurbyggð, til næstu þriggja ára, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum í eitt ár í senn.