Á 33.fundi skipulagsráðs þann 9.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 28.mars 2025 þar sem Laxós ehf. sækir um úthlutun á 14,5 ha landsvæði norðan við Hauganes fyrir uppbyggingu á stórseiða- og matfiskastöðvum fyrir laxeldi. Samhliða er óskað eftir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir framkvæmdina. Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún heimili umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að umræddu landsvæði verði úthlutað til Laxóss ehf. án undangenginnar auglýsingar og að loknum skipulagsbreytingum, í samræmi við gr. 6.4 í reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að umræddu landsvæði verði úthlutað til Laxóss ehf. án undangenginnar auglýsingar og að loknum skipulagsbreytingum, í samræmi við gr. 6.4 í reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.