Frá Matvælaráðuneytinu; Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald - umsögn

Málsnúmer 202503145

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1144. fundur - 10.04.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn sveitarstjóra fyrir hönd Dalvíkurbyggðar vegna frumvarps um breytingar á lögum um veiðigjald.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að umsögn frá Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn sveitarstjóra fyrir hönd Dalvíkurbyggðar vegna frumvarps um breytingar á lögum um veiðigjald.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að umsögn frá Dalvíkurbyggð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og umsögn Dalvíkurbyggðar um drög að breytingum á lögum um veiðigjald.