Dalvíkurhöfn - umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr

Málsnúmer 202503058

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 10.mars 2025 þar sem Björgvin Páll Hauksson f.h. Dalvíkurhafna sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á hafnarsvæði á Dalvík.
Lagðar eru fram þrjár tillögur að staðsetningu skúrsins.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir að veitt verði stöðuleyfi fyrir vinnuskúr við suðausturenda Sjávargötu með fyrirvara um samþykki lóðarhafa Sjávargötu 2 og vísar afgreiðslu stöðuleyfis til byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 10.mars 2025 þar sem Björgvin Páll Hauksson f.h. Dalvíkurhafna sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á hafnarsvæði á Dalvík.
Lagðar eru fram þrjár tillögur að staðsetningu skúrsins.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að veitt verði stöðuleyfi fyrir vinnuskúr við suðausturenda Sjávargötu með fyrirvara um samþykki lóðarhafa Sjávargötu 2 og vísar afgreiðslu stöðuleyfis til byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að bókun skipulagsráðs verði leiðrétt þannig að í stað Sjávargötu 2 komi Sjávarbraut 2.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.