Tekin fyrir rafpóstur frá Grófinni Geðrækt sem óskar eftir aðstoð nærsveitarfélaga til að brúa bilið í stórauknum kostnaði við húsaleigu eftir að hafa þurft að fara úr húsnæði sem hefur verið óviðunandi síðastliðin ár. Síðastliðið haust var staðfest að um myglu var að ræða með tilheyrandi áhrifum á margt starfsfólks og húsbúnað Grófarinnar sem að stórum hluta hefur nú verið hent. Kostnaður á nýja húsnæðinu er fjórfalt hærra en var í því gamla og því þörfin mikil fyrir aðstoð. Grófin Geðrækt hefur verið starfrækt af samnefndum félagasamtökum frá árinu 2013 og staðið þeim opin sem vilja nýta þjónustuna án endurgjalds og tilvísana. Grófin er eina opna geðræktarmiðstöðin utan Höfuðborgarsvæðisins og hefur aðsóknin verið vaxandi Árlega koma nú um 350-400 manns, fólk af öllu Eyjafjarðarsvæðinu, Norðurlandi og reyndar víðar af landinu, kringum 5500 heimsóknir á ári undanfarin ár, að meðaltali 24 á dag. Virkir þátttakendur eru 80-140 á mánuði, fer eftir árstíma.
Það er von okkar að sveitarfélagið þitt taki erindi okkar fyrir og sjái sér fært að leggja Grófinni lið a.m.k.á þessu ári og aðstoða þannig við að brúa það bil sem húsnæðismálin hafa á fjárhag starfseminnar.