Á 378. fundi sveitarstjórnar þann 18. mars sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Alþýðusambandi Íslands, ASÍ, dagsett þann 6. mars sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 um útvistun sveitarfélags á ræstinu og þrifum.
Í frétt á heimasíðu Starfsgreinasambandins frá 7. mars sl. kemur fram að í gær sendi ASÍ fyrir hönd SGS og Eflingar bréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem óskað er eftir upplýsingum um þau ræstingarverkefni sem sveitarfélögin hafa útvistað til einkafyrirtækja á síðustu árum. Tilgangur upplýsingabeiðninnar er að greina betur umfang hins opinbera í útboðum á ræstingum og þrifum, svo og að kanna hvernig framkvæmd útboða og eftirliti er háttað.
https://www.sgs.is/frettir/frettir/umsvif-hins-opinbera-i-utbodum-i-raestingum-kortlogd/Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og senda fyrirspurn á Dagar hvort að starfsfólki sem starfar í stofnunum og vinnustöðum Dalvíkurbyggðar samkvæmt verksamningi, sé greitt samkvæmt gildandi
kjarasamningum.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að bregðast við erindi ASÍ eftir því sem við á."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Dagar ehf. dagsett þann 3. apríl sl., þar sem staðfest er að allt starfsfólk Daga fái laun og starfskjör í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni og allur aðbúnaður starfsfólks sé í samræmi við löggjöf á svið vinnuverndar.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að bregðast við erindi ASÍ eftir því sem við á.