Hamar lóð 3 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202503031

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 33. fundur - 09.04.2025

Gera þarf breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hamars á þann veg að byggingarreitur á lóð A3 (Grásteinn, landnúmer L151924) er stækkaður um 7 m til norðurs í norðvesturhorni lóðarinnar til samræmis við staðsetningu núverandi bygginga á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hamars til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.