Á 303. fundi fræðsluráðs þann 12. mars sl. og á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Óskað er eftir að Fræðsluráð tilnefni fulltrúa í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon verði fulltrúi fræðsluráðs í vinnuhópnum."
"Tilnefna þarf nýjan fulltrúa úr skipulagsráði í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla þar sem núverandi fulltrúi ráðsins, Anna Kristín Guðmundsdóttir, situr ekki lengur í skipulagsráði.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til að Katrín Sif Ingvarsdóttir verði tilnefnd sem fulltrúi skipulagsráðs í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."