Á 303. fundi fræðsluráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 20. febrúar 2025.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að leggja til við sveitastjórn að endurnýja samning við Ævar og Bóas ehf. fyrir skólaárið 2025 - 2026."
Í minnisblaði sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs kemur fram að samkvæmt samningi við verkkaupa Ævar og Bóas ehf fyrir tímabilið frá 2022 - 2025 er
heimild fyrir því að framlengja samning um tvö ár en alltaf eitt ár í senn. Lagt er til að framlengja ofangreindan samning skólaárið 2025-2026.