Á 1141. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 19. febrúar 2025, þar sem ráðuneytið vekur athygli á því að opið samráð stendur nú yfir um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, vegna mats á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa, stjórnvaldsfyrirmæla eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á sveitarfélög. Frestur til að skila inn umsögn er til og með 4. mars nk.
https://island.is/samradsgatt/mal/3923Niðurstaða : Byggðaráð tekur undir mikilvægi mats á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög og að það sé lagt til grundvallar við gerð laga og reglugerða."