Lilja Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu, kl. 15:30.
Á 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi byggðaráðs þann 13.febrúar var eftirfarandi bókað:
Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verðfyrirspurn vegna rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík.
Til umræðu meðfylgjandi drög. M.a. rætt sérstaklega um samningstíma.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðisins á Dalvík.
Óðinn vék af fundi kl. 14:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðið á Dalvík og felur sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og frmakvæmdadeildar að auglýsa eftir tilboðum.
Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Niðurstaða : Enginn tók til máls:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðis á Dalvík."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 24. mars sl., þar sem gert er grein fyrir niðurstöðum úr verðfyrirspurn vegna tjaldsvæðisins á Dalvík. Tvö tilboð bárust; frá Draumablá ehf. og frá EB ehf. Eftir yfirferð og skoðun tilboða er lagt til að gengið verði til samninga við Draumablá ehf. um rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík frá 15. apríl 2025 til 1. október 2027.