Umhirða opinna svæða - Útboð og gerð þjónustusamnings 2025

Málsnúmer 202501030

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 28. fundur - 10.01.2025

Farið yfir drög að verðkönnunargögnum. Deildarstjóra er faið að uppfæra gögnin fyrir næsta fund ráðsins samkvæmt umræðum á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 29. fundur - 07.02.2025

Farið yfir lokadrög að verðkönnun vegna umhirðu opinna svæða í Dalvíkurbyggð. Búið var að breyta uppsetningu verðkönnunargagnanna frá fyrri fundi og endurmeta stærð umhirðusvæðanna og flokkun þeirra.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að verðkönnun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1144. fundur - 10.04.2025

Á 29. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir lokadrög að verðkönnun vegna umhirðu opinna svæða í Dalvíkurbyggð. Búið var að breyta uppsetningu verðkönnunargagnanna frá fyrri fundi og endurmeta stærð umhirðusvæðanna og flokkun þeirra.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að verðkönnun. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 7. apríl sl. þar sem gert er grein fyrir niðurstöðu verðfyrirspurnar í umhirðu opinna svæða í Dalvíkurbyggð 2025-2028. Fjögur tilboð bárust frá:
EB ehf.
GÞ verktakar ehf.
Hannes Ingi Sigurðsson.
Leó verktaki ehf.

Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar leggur til að samið verði við lægstbjóðanda til næstu þriggja ára sem er EB ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við EB ehf. á grundvelli tilboðsins fyrir tímabilið 1. maí 2025 til og með 31. október 2028 skv. verðkönnunargögnum.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 29. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir lokadrög að verðkönnun vegna umhirðu opinna svæða í Dalvíkurbyggð. Búið var að breyta uppsetningu verðkönnunargagnanna frá fyrri fundi og endurmeta stærð umhirðusvæðanna og flokkun þeirra.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að verðkönnun. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 7. apríl sl. þar sem gert er grein fyrir niðurstöðu verðfyrirspurnar í umhirðu opinna svæða í Dalvíkurbyggð 2025-2028. Fjögur tilboð bárust frá: EB ehf. GÞ verktakar ehf. Hannes Ingi Sigurðsson. Leó verktaki ehf. Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar leggur til að samið verði við lægstbjóðanda til næstu þriggja ára sem er EB ehf.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við EB ehf. á grundvelli tilboðsins fyrir tímabilið 1. maí 2025 til og með 31. október 2028 skv. verðkönnunargögnum. Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Lilja Guðnadóttir sem lýsir yfir vanhæfi sínu við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls og tveggja næstu á dagskrá og vék af fundi kl. 16:55.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að gengið verði til samninga við EB ehf. um umhirðu opinna svæða til næstu þriggja ára á grundvelli tilboðs þeirra, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum í eitt ár í senn.