Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2025

Málsnúmer 202412048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1135. fundur - 12.12.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2025 með breytingum á fjárhæðum í samræmi við reglurnar.
Einnig fylgdu með upplýsingar um fjárhæð heildarafsláttar árin 2014-2024 í hlutfali við álagðan fasteignaskatt fyrir sömu ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum með áorðnum breytingum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2025 með breytingum á fjárhæðum í samræmi við reglurnar.
Einnig fylgdu með upplýsingar um fjárhæð heildarafsláttar árin 2014-2024 í hlutfali við álagðan fasteignaskatt fyrir sömu ár.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum með áorðnum breytingum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2025.