Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kl. 14:35 í gegnum TEAMS.
Á 1135. fundur byggðaráðs þann 12. desember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþróttafulltrúa að vinna áfram að ofangreindum styrktarsamningi við UFMS og að gerður verði einnig sérstakur rekstrarsamningur um rekstur knattspyrnuvalla og almennan viðhaldskostnað þannig að skýrt liggi fyrir hvað er innan styrktarsamnings og hvað er útfært með öðrum hætti."
Á 169. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. febrúar sl. voru lögð fram drög að rekstrarsamningi við UMFS um knattspyrnuvöllinn og hann samþykktur samhljóða. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði samningum til umfjöllunar í byggðaráði.
Jón Stefán gerði grein fyrir helstu forsendum samningdraganna.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu einnig samningar við Ungmennafélag Svarfdæla um uppbyggingu á knattspyrnuvelli, afnotaréttarsamningur og fylgigögn frá 2019.
Jón Stefán vék af fundi kl. 14:58.