Trúnaðarmál

Málsnúmer 202411109

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1133. fundur - 28.11.2024

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 1135. fundur - 12.12.2024

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 1138. fundur - 30.01.2025

Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagett þann 28. janúar sl. er varðar áhrif framkvæmda og reksturs fiskeldisáforma Laxóss ehf., á Dalvíkurbyggð og samfélagið við Eyjafjörð. Fyrir liggur jafnframt erindi frá Laxós ehf. dagsett þann 25. nóvember sl. þar sem óskað er eftir að gerð verði viljayfirlýsing á milli Dalvíkurbyggðar og Laxós ehf. um ofangreint verkefni, ásamt drögum að viljayfirlýsingu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu jafnframt upplýsingar um niðurstöður íbúakönnunar sem gerð var á íbúafundi félagsins, sbr. rafpóstur dagsettur 23. janúar sl. Fram kemur jafnframt að forsvarsmenn Laxós ehf vonast nú sterklega til að sveitarstjórnin taki málið fyrir í ljósi þess að nú fyrir liggja sterkar ábendingar um öflugan stuðning íbúa við verkefnið. Enn fremur er vonast til að sveitarstjórnin sjái sér fært um að afgreiða fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu við verkefnið á þann hátt að hún verði sterk stoð við framgang verkefnisins og stuðli að náinni og öflugri samvinnu sveitarfélagsins, íbúa og Laxóss ehf um framgang verkefnisins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að viljayfirlýsingu við Laxós ehf. um ofangreint verkefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá þrívíddarteikningar frá forsvarsmönnum Laxós ehf. sem sýna fyrirhuguð mannvirki á svæðinu.

Byggðaráð - 1139. fundur - 06.02.2025

Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagett þann 28. janúar sl. er varðar áhrif framkvæmda og reksturs fiskeldisáforma Laxóss ehf., á Dalvíkurbyggð og samfélagið við Eyjafjörð. Fyrir liggur jafnframt erindi frá Laxós ehf. dagsett þann 25. nóvember sl. þar sem óskað er eftir að gerð verði viljayfirlýsing á milli Dalvíkurbyggðar og Laxós ehf. um ofangreint verkefni, ásamt drögum að viljayfirlýsingu.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu jafnframt upplýsingar um niðurstöður íbúakönnunar sem gerð var á íbúafundi félagsins, sbr. rafpóstur dagsettur 23. janúar sl. Fram kemur jafnframt að forsvarsmenn Laxós ehf vonast nú sterklega til að sveitarstjórnin taki málið fyrir í ljósi þess að nú fyrir liggja sterkar ábendingar um öflugan stuðning íbúa við verkefnið. Enn fremur er vonast til að sveitarstjórnin sjái sér fært um að afgreiða fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu við verkefnið á þann hátt að hún verði sterk stoð við framgang verkefnisins og stuðli að náinni og
öflugri samvinnu sveitarfélagsins, íbúa og Laxóss ehf um framgang verkefnisins.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að viljayfirlýsingu við Laxós ehf. um ofangreint verkefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá þrívíddarteikningar frá forsvarsmönnum Laxós ehf. sem sýna fyrirhuguð mannvirki á svæðinu."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir meðfylgjandi drögum að viljayfirlýsingu. Til umræðu fyrirliggjandi drög.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingunni í samráði við bæjarlögmann.