Félagsmiðstöð fyrir börn á miðstigi

Málsnúmer 202409101

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 43. fundur - 19.09.2024

Tekið til umræðu.
Ungmennaráð leggur til að skoðuð verði opnun á félagsmiðstöð fyrir nemendur á miðstigi.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 43. fundi ungmennaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið til umræðu.
Niðurstaða : Ungmennaráð leggur til að skoðuð verði opnun á félagsmiðstöð fyrir nemendur á miðstigi."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Ungmennaráðs og Frístundafulltrúa er falið að leggja fyrir íþrótta- og æskulýðsráð og byggðaráð hugmynd að útfærslu sem fyrst.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 166. fundur - 05.11.2024

Frístundafulltrúi kynnir hugmyndir um félagsmiðstöðvastarf fyrir börn á miðstigi.
Lagt fram til kynningar

Ungmennaráð - 46. fundur - 25.03.2025

Frístundafulltrúi kynnir fyrirkomulag opnana í félagsmiðstöð fyrir miðstig vorið 2025
Ungmennaráð lýsir yfir ánægju með framvindu mála og er sammála því að hægt sé að skoða að sameina opnanir fyrir 5. - 7. bekk á næsta skólaári.

Byggðaráð - 1144. fundur - 10.04.2025

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi k. 14:40.

"Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
Á 43. fundi ungmennaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið til umræðu.
Niðurstaða : Ungmennaráð leggur til að skoðuð verði opnun á félagsmiðstöð fyrir nemendur á miðstigi.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Ungmennaráðs og Frístundafulltrúa er falið að leggja fyrir íþrótta- og æskulýðsráð og byggðaráð hugmynd að útfærslu sem fyrst."

Á 46. fundi ungmennaráðs þann 25. mars sl. var eftifarandi bókað:
"Frístundafulltrúi kynnir fyrirkomulag opnana í félagsmiðstöð fyrir miðstig vorið 2025
Niðurstaða : Ungmennaráð lýsir yfir ánægju með framvindu mála og er sammála því að hægt sé að skoða að sameina opnanir fyrir 5. - 7. bekk á næsta skólaári."

Í meðfylgjandi minnisblaði frístundafulltrúa frá 24. mars sl. kemur fram að í lok nóvember 2024 byrjaði félagsmiðstöðin með opnanir á mánudögum fyrir nemendur í 7. bekk milli kl. 17:30-19:00 og annan hvern föstudag milli kl. 18:00 -19:30. Þann 12. mars 2025 bættist við opnun fyrir 5. og 6. bekk í Dalvíkurskóla og Árskógaskóla á miðvikudögum frá 17:30 ? 19:00. Nú þegar sé komin reynsla á 7. bekkjar opnanirnar sem hafa gengið mjög vel. Það sé jákvætt fyrir starfsfólk Dallas að kynnast 7. bekknum fyrr og að börnin þekki til starfseminnar.
Frístundafulltrúi vill halda áfram að bjóða upp á opnanir fyrir 10-12 ára börn í félagsmiðstöðinni Dallas á næsta skólaári, það sé spurning hvort að það verði með breyttu sniði. Þá væri hægt að hafa 5. og 7.bekk saman tvisvar sinnum í viku í staðinn fyrir að 5. og 6. bekkur sé einu sinni og 7. bekkur með 1 til 2 skipti á viku.

Til umræðu ofangreint.




Byggðaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda útfærslu.