Árskógsvirkjun - umsagnarbeiðni um matsáætlun

Málsnúmer 202404071

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um matsáætlun fyrir fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal.
Umsagnarfrestur er veittur til 17. apríl nk.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við drög sem lögð voru fram á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um matsáætlun fyrir fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal. Umsagnarfrestur er veittur til 17. apríl nk. Niðurstaða:Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við drög sem lögð voru fram á fundinum. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við fyrirliggjandi drög.