Fjallgirðingamál 2024

Málsnúmer 202404026

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 19. fundur - 05.04.2024

Farið yfir málefni fjallgirðinga og viðhaldi á þeim.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að farið verði í endurnýjun fjallgirðinganna milli Upsa, Hóls og Svæðis auk viðhalds á öðrum fjallgirðingum í landi sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 19. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 5. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir málefni fjallgirðinga og viðhaldi á þeim. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að farið verði í endurnýjun fjallgirðinganna milli Upsa, Hóls og Svæðis auk viðhalds á öðrum fjallgirðingum í landi sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs um endurnýjun fjallgirðinga. Upphæðin verði tekin af lið 13210-4396 sem rúmast á fjárhagsáætlun ársins 2024.

Fleiri tóku ekki til máls.