Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202404012

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 277. fundur - 09.04.2024

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 01.03.2024 frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. GEV sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. GEV hefur stofnað til frumkvæðisathugunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélaga. Óskað var eftir að sveitarfélagið svaraði spurningarlista og senda með allar reglur um stoð- og stuðningsþjónustu.
Lagt fram til kynningar.