Umsókn um uppsetningu skiltis við strandblakvöll

Málsnúmer 202403116

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir f.h. Blakfélagsins Rima sækir um leyfi fyrir uppsetningu skiltis sunnan íþróttamiðstöðvar á Dalvík.
Stærð skiltis er 90 x 150 cm.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að leggja til heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og framkvæmdasvið.
Umsókn um fjárstyrk fyrir uppsetningu skiltis er vísað til byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir f.h. Blakfélagsins Rima sækir um leyfi fyrir uppsetningu skiltis sunnan íþróttamiðstöðvar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150 cm. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að leggja til heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og framkvæmdasvið. Umsókn um fjárstyrk fyrir uppsetningu skiltis er vísað til byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um leyfi til Blakfélagsins Rima fyrir uppsetningu skiltis sunnan Íþróttamiðstöðvarinnar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að finna heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og Framkvæmdasvið.

Byggðaráð - 1105. fundur - 02.05.2024

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir f.h. Blakfélagsins Rima sækir um leyfi fyrir uppsetningu skiltis sunnan íþróttamiðstöðvar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150 cm. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að leggja til heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og framkvæmdasvið. Umsókn um fjárstyrk fyrir uppsetningu skiltis er vísað til byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um leyfi til Blakfélagsins Rima fyrir uppsetningu skiltis sunnan Íþróttamiðstöðvarinnar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að finna heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og Framkvæmdasvið."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni um styrk frá sveitarfélaginu við að setja skiltið upp.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir f.h. Blakfélagsins Rima sækir um leyfi fyrir uppsetningu skiltis sunnan íþróttamiðstöðvar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150 cm. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið og feli skipulagsfulltrúa að leggja til heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og framkvæmdasvið. Umsókn um fjárstyrk fyrir uppsetningu skiltis er vísað til byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um leyfi til Blakfélagsins Rima fyrir uppsetningu skiltis sunnan Íþróttamiðstöðvarinnar á Dalvík. Stærð skiltis er 90 x 150. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að finna heppilega staðsetningu í samráði við umsækjanda og Framkvæmdasvið."

Á 1105.fundi byggðaráðs þann 2.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni um styrk frá sveitarfélaginu við að setja skiltið upp.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar beiðni um styrk frá sveitarfélaginu við að setja skiltið upp.