Stöðugildi tengiráðgjafa - Gott að eldast

Málsnúmer 202401050

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 277. fundur - 09.04.2024

Lagt fram til kynningar rafpóstur frá 5. janúar 2024 frá Berglindi Magnúsdóttur sérfræðingi hjá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og verkefnastjóri verkefnisins "Gott að eldast". Fram kemur að í tenglsum við þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu, sem Dalvíkurbyggð tekur þátt í, hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra ákveðið að gera samning við sveitarfélög um stöðugildi til eins árs. Stöðugildið hefur fengið nafnið Tengiráðgjafi. Helstu verkefnin eru aðgerðir til að koma í veg fyrir og draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun viðkvæmra hópa.
Lagt fram til kynningar.