Frá Evanger sf.; Erindi vegna reksturs rafskúta

Málsnúmer 202401012

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Tekið fyrir erindi frá Evanger sf., dagsett þann 2. janúar sl., er varðar umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrri rafskútur í Dalvíkurbyggð. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi undir formerkjum Hopp. Óskað er eftir að gerður sé þjónustusamningur milli Dalvíkurbyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á svæðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og umsagna.

Byggðaráð - 1093. fundur - 18.01.2024

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Evanger sf., dagsett þann 2. janúar sl., er varðar umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrri rafskútur í Dalvíkurbyggð. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi undir formerkjum Hopp. Óskað er eftir að gerður sé þjónustusamningur milli Dalvíkurbyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á svæðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og umsagna."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum og umsögnum sem hún hefur aflað á milli funda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði samstarfsyfirlýsing um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Dalvíkurbyggð við Evanger ehf.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 19. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Evanger sf., dagsett þann 2. janúar sl., er varðar umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrri rafskútur í Dalvíkurbyggð. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi undir formerkjum Hopp. Óskað er eftir að gerður sé þjónustusamningur milli Dalvíkurbyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á svæðinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og umsagna." Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum og umsögnum sem hún hefur aflað á milli funda.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði samstarfsyfirlýsing um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Dalvíkurbyggð við Evanger ehf. "
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn hafnar tillögu byggðarráðs um að gerð verði samstarfsyfirlýsing um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Dalvíkurbyggð við Evanger ehf.
Sveitarstjórn gerir hins vegar ekki athugasemd við rekstur stöðvarlausrar deilileigu í Dalvíkurbyggð að gefnum skilyrðum.
Deilileigur tryggi að rafskútum eða reiðhjólum sé dreift þannig að annarri umferð, jafnt gangandi, hjólandi eða akandi stafi ekki hætta af og í samræmi við umferðarlög. Sérstaklega skal gætt að aðgengi hreyfihamlaðra í dreifingu og skilum deilileiga. Notendur skulu hvattir til að nota hjálm, kynnt viðeigandi notkun, meðferð og hvernig skilum skal háttað.
Dalvíkurbyggð tekur ekki ábyrgð á skemmdum á búnaði deilileigu í snjómokstri eða öðrum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt til að fjarlægja eða færa búnað deilileigu ef af þeim stafar bein hætta, truflun umferðar eða framkvæmda."

Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn hafnar samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að gerð verði samstarfsyfirlýsing við Evanger ehf. um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Dalvíkurbyggð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.