Frá SSNE; Erindi vegna lagareldis

Málsnúmer 202312064

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 15. desember sl., þar sem bent er á að frumvarp til laga um lagareldi er í Samráðsgáttinni. Þar er meðal annars lagt til að friða Eyjafjörðinn og Öxarfjörinn alfarið fyrir öllu lagareldi. Fram kemur að gagnlegt færi að heyra frá sveitarfélögum hver afstaða þeirra er gagnvart frumvarpinu með það í huga þá hvort það sé efni til að SSNE skili inn umsögn. Í erindi SSNE frá 21. desember sl. kemur fram að ljóst er að sveitarfélögin á Norðurlandi eystra hafa ólíka afstöðu til frumvarpsins og mun SSNE því ekki senda inn umsögn en athygli sveitarstjórn er vakin á því að umsagnarfrestur rann út 10. janúar sl.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jafnframt til upplýsingar umsögn frá stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélga, dagsett þann 2. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.