Dalvíkurlína 2 - geymslusvæði fyrir strengkefli

Málsnúmer 202312044

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 16. fundur - 10.01.2024

Erindi dagsett 14. desember 2023 þar sem Landsnet óskar eftir geymslusvæði fyrir strengkefli í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2.
Sótt er um 2500 m2 svæði í námu Dalvíkurbyggðar í landi Háls til afnota árin 2024 og 2025.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 16. fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 14. desember 2023 þar sem Landsnet óskar eftir geymslusvæði fyrir strengkefli í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2. Sótt er um 2500 m2 svæði í námu Dalvíkurbyggðar í landi Háls til afnota árin 2024 og 2025.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir erindi Landsnets um geymslusvæði fyrir strengkefli í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2 er nemur allt að 2500 m2 svæði í námu Dalvíkurbyggðar í landi Háls til afnota árin 2024 og 2025.