Frá framkvæmdastjórn; Verkfallslisti 2024 - tillaga

Málsnúmer 202312016

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga framkvæmdastjórnar að auglýsingu að skrá yfir störf sem verkfall nær ekki yfir.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að skráin er í umsagnarferli hjá stéttarfélögum eftir því sem við á og gerði grein fyrir þeim viðbrögðum sem hafa komið það sem af er.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að verkfallslista og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga framkvæmdastjórnar að auglýsingu að skrá yfir störf sem verkfall nær ekki yfir. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að skráin er í umsagnarferli hjá stéttarfélögum eftir því sem við á og gerði grein fyrir þeim viðbrögðum sem hafa komið það sem af er.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að verkfallslista og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu Dalvíkurbyggðar að skrá yfir störf sem verkfall nær ekki yfir.