Frá Innviðaráðuneytinu; Til allra sveitarfélaga. Fyrirspurn um lögbundnar nefndir í sveitarfélögum

Málsnúmer 202311092

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1089. fundur - 23.11.2023

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 17. nóvember sl., þar sem fram kemur að ráðuneytinu hefur borist fyrirspurn frá Alþingi um lögbundnar nefndir í sveitarfélögum. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda starfandi sérstakra náttúruverndarnefnda í sveitarfélögum, hvaða fastanefndir fari með hlutverk náttúruverndarnefnda þar sem þær eru ekki sérstaklega skipaðar og hver sé fjöldi lögbundinna nefnda sem sinnt er beint af sveitarstjórnum.

Á grundvelli 113. gr. sveitarstjórnarlaga fer ráðuneytið þess á leit við sveitarfélögin að þau upplýsi um hvort í sveitarfélaginu sé starfandi sérstök náttúruverndarnefnd, skv. 14. gr. laga um náttúruvernd, nr. 60/2013, og ef ekki, hvaða fastanefnd sinni hlutverk náttúruverndarnefndar. Jafnframt er óskað upplýsinga um fjölda lögbundinna nefnda sem sinnt er beint af sveitarstjórn, skv. heimild í 4. mgr. 37. gr. sveitarstjórnarlaga.

Óskað er eftir að ofangreindar upplýsingar séu sendar ráðuneytinu í gegnum netfangið irn@irn.is eigi síðar en föstudaginn 24. nóvember nk.
Samkvæmt erindisbréfi umhverfis- og dreifbýlisráðs þá fer ráðið með lögbundið hlutverk náttúruverndar skv. náttúruverndarlögum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Erindisbref/erindisbref-umhverfis-og-dreifbylisrad.pdf-uppfaert.pdf
Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá er engum lögbundnum nefndum sinnt beint af sveitarstjórn.