Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka vegna reksturs knattspyrnuvallar 2023

Málsnúmer 202311091

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1089. fundur - 23.11.2023

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, ódagsett minnisblað móttekið 17. nóvember sl., þar sem fram kemur að á 154. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Málsnúmer 202307010Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS, ódagsett en móttekið þann 22. ágúst sl., er varðar breytingu á afsláttarkjörum á heitu vatni, sbr. gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023, sem hefur áhrif á kostnað vegna upphitunar á Dalvíkurvelli. Félagið óskar eftir að málið verði skoðað ofan í kjölinn. Í erindinu er farið fyrir forsögu málsins. Með fundarboði fylgdi kostnaðargreining á rekstri vallarins frá Knattspyrnudeild UMFS.Forsvarsmenn UMFS komu á fund ráðsins í síðasta mánuði þar sem farið var yfir þetta mál. Þar kom fram að rekstur vallarins í heild er meiri en heildarstyrkur til félagsins eftir hækkun á gjaldskrá heita vatnsins. Lagt er til að þó svo að hluti sé áætlaður í heitt vatn, þá sé það sem heildar styrkur vegna reksturs vallarins. Eins og fram kemur í kostnaðaryfirliti á vellinum þá er annar kostnaður sem fellur til sem ekki er í samningi.Íþrótta- og æskulýðsráð óskar því eftir viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2023 að upphæð 1.150.000 til að mæta auknum kostnaði við rekstur vallarins.Íþrótta- og æskulýðsráð beinir því til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skýra betur orðalag í næsta samningi svo það sé skýrt hvað sé verið að styrkja."

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.150.000 til hækkunar á styrk til meistraflokks UMFS vegna aukins kostnaðar við rekstur knattspyrnuvallarsins á deild 06800 við fjárhagsáætlun 2023.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 44 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 06800 hækki um kr.1.150.000 vegna viðbótarstyrks vegna reksturs á knattspyrnuuvelli. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar og gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023.
Lilja Guðnadóttir situr hjá.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:25.

Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, ódagsett minnisblað móttekið 17. nóvember sl., þar sem fram kemur að á 154. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Málsnúmer 202307010Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS, ódagsett en móttekið þann 22. ágúst sl., er varðar breytingu á afsláttarkjörum á heitu vatni, sbr. gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023, sem hefur áhrif á kostnað vegna upphitunar á Dalvíkurvelli. Félagið óskar eftir að málið verði skoðað ofan í kjölinn. Í erindinu er farið fyrir forsögu málsins. Með fundarboði fylgdi kostnaðargreining á rekstri vallarins frá Knattspyrnudeild UMFS.Forsvarsmenn UMFS komu á fund ráðsins í síðasta mánuði þar sem farið var yfir þetta mál. Þar kom fram að rekstur vallarins í heild er meiri en heildarstyrkur til félagsins eftir hækkun á gjaldskrá heita vatnsins. Lagt er til að þó svo að hluti sé áætlaður í heitt vatn, þá sé það sem heildar styrkur vegna reksturs vallarins. Eins og fram kemur í kostnaðaryfirliti á vellinum þá er annar kostnaður sem fellur til sem ekki er í samningi.Íþrótta- og æskulýðsráð óskar því eftir viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2023 að upphæð 1.150.000 til að mæta auknum kostnaði við rekstur vallarins.Íþrótta- og æskulýðsráð beinir því til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skýra betur orðalag í næsta samningi svo það sé skýrt hvað sé verið að styrkja." Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.150.000 til hækkunar á styrk til meistraflokks UMFS vegna aukins kostnaðar við rekstur knattspyrnuvallarsins á deild 06800 við fjárhagsáætlun 2023.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 44 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 06800 hækki um kr.1.150.000 vegna viðbótarstyrks vegna reksturs á knattspyrnuuvelli. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar og gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2023. Lilja Guðnadóttir situr hjá."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.150.000 á deild 06800 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Lilja Guðnadóttir situr hjá.