Frá Jafnréttisstofu; Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða

Málsnúmer 202311059

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1088. fundur - 16.11.2023

Tekið fyrir erindi frá Jafnréttisstofu, dagsett þann 10. nóvember sl., þar sem komið er á framfæri ábendingu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvörðunatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla. Vísað er til þess að all nokkur sveitarfélög eru með í bígerð að breyta útfærslum á dvalartíma barna í leikskólum og gjaldskrám þeim tengdum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fræðsluráðs til umfjöllunar.