Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka vegna hækkunar á heitu vatni í íþróttamiðstöð 2023

Málsnúmer 202311008

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1087. fundur - 09.11.2023

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna hækkunar á gjaldskrá hitaveitu í byrjun árs 2023 sem lá ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.089.766, þar af á lið 06500-2510 kr. 824.942 vegna rafmagns vegna meiri kostnaðar og þar af á lið 06500-2531 kr. 5.264.824 vegna hækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.

Byggðaráð frestar afgreiðslu á ofangreindu erindi og óskar eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað vegna nóvember og desember 2023.

Byggðaráð - 1088. fundur - 16.11.2023

Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna hækkunar á gjaldskrá hitaveitu í byrjun árs 2023 sem lá ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.089.766, þar af á lið 06500-2510 kr. 824.942 vegna rafmagns vegna meiri kostnaðar og þar af á lið 06500-2531 kr. 5.264.824 vegna hækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Niðurstaða:Byggðaráð frestar afgreiðslu á ofangreindu erindi og óskar eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað vegna nóvember og desember 2023."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsettar þann 10. nóvember sl., að áætlaður kostnaður vegna nóvember og desember fyrir heitt vatn eru kr. 3.100.000 og fyrir rafmagn kr. 700.000.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 3.800.000, viðauki nr. 42 við fjárhagsáætlun 2023 á deild 06500, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1087. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna hækkunar á gjaldskrá hitaveitu í byrjun árs 2023 sem lá ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2023. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.089.766, þar af á lið 06500-2510 kr. 824.942 vegna rafmagns vegna meiri kostnaðar og þar af á lið 06500-2531 kr. 5.264.824 vegna hækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Niðurstaða:Byggðaráð frestar afgreiðslu á ofangreindu erindi og óskar eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað vegna nóvember og desember 2023."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsettar þann 10. nóvember sl., að áætlaður kostnaður vegna nóvember og desember fyrir heitt vatn eru kr. 3.100.000 og fyrir rafmagn kr. 700.000.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 3.800.000, viðauki nr. 42 við fjárhagsáætlun 2023 á deild 06500, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 42 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að liður 06500-2531 hækki um kr. 3.100.000 og liður 06500-2510 hækki um kr. 700.000, alls kr. 3.800.000. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.