Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024

Málsnúmer 202310095

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1086. fundur - 02.11.2023

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 19. október sl., þar sem fram kemur að vegna fjárhagsáætlanagerðar sveitarfélaga 2024 fylgir með samantekt um kostnaðarþátttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafrænna þróun og umbreytingu.

Föst greiðsla Dalvíkurbyggðar árið 2024 er kr. 489.465 og greiðsla vegna verkefna er kr. 203.849 eða alls kr. 693.315.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að búið er að gera ráð fyrir ofangreindu í tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2024 á deild 21400 og í starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Lagt fram til kynningar.