Frá Innviðaráðuneytinu; Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd

Málsnúmer 202310081

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1086. fundur - 02.11.2023

Tekinn fyrir rafpóstur frá Innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 18. október sl, þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023.
https://island.is/reglugerdir/nr/0922-2023

Reglugerðin fjallar um íbúakosningar á grundvelli 133. gr. sveitarstjórnarlaga sem ekki fara fram með rafrænum hætti. Reglugerðin hefur það markmið að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og auka vald sveitarfélaga hvað kosningarétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Reglugerðinni er jafnframt ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga og þannig efla sveitarstjórnarstigið í heild.
Íbúakosningar sveitarfélaga eru af þrennum toga sem falla allar undir gildissvið reglugerðarinnar. Um er að ræða:

Kosningar í nefnd sem fer með málefni fyrir hluta sveitarfélags, sbr. 38. gr. sveitarstjórnarlaga
Sameiningakosningar sveitarfélaga, sbr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga
Íbúakosningar um einstök málefni, sbr. 107. og 108. gr. sveitarstjórnarlaga

Ráðuneytið hefur jafnframt birt leiðbeiningar um framkvæmd íbúakosninga á vef sínum,
https://www.stjornarradid.is/verkefni/sveitarstjornir-og-byggdamal/sveitarstjornarmal/verkfaerakista/leidbeiningar-fyrir-ibuakosningar-sveitarfelaga/

Sérstök athygli er vakin á þeim breytingum sem hafa verið gerðar á framkvæmd íbúakosninga sem fram fara að frumkvæði sveitarstjórnar og ekki eru bindandi.

Sveitarstjórn getur nú ákveðið að halda íbúakosningu fyrir tiltekinn aldur íbúa, t.d. 16-20 ára eða 60 ára og eldri, fyrir erlenda ríkisborgara sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu eða fyrir íbúa sem hafa lögheimili í tilteknum hluta sveitarfélagsins. Auk þess er gert ráð fyrir að framkvæmd og fyrirkomulag slíkra kosninga sé mun umfangsminna en um aðrar bindandi íbúakosningar sveitarfélaga. Með þessu er sveitarfélögum gefið tækifæri til að efla lýðræðivitund og þekkingu ungs fólks og auka lýðræðisþáttöku erlendra ríkisborgara. Eru sveitarfélög sérstaklega hvött til að kynna sér nýtt fyrirkomulag slíkra kosninga.
Lagt fram til kynningar.