Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

Málsnúmer 202310042

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1086. fundur - 02.11.2023

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 9. október sl. þar sem fram kemur að Hag- og upplýsingasvið Sambandsins hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2023 og 2024. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 7,2% á milli ára 2023 og 2024.


Hér er hægt að nálgast áætlunina:
https://www.samband.is/wp-content/uploads/2023/10/stadgreidsluaaetlun-okt-2023.pdf

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að tekið var mið af ofangreindu í tengslum við áætlun útsvarstekna Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.