Ósk um úrbætur á Svarfaðardalsvegi, frá Hreiðarstöðum að Koti

Málsnúmer 202309120

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 285. fundur - 28.09.2023

Tekið fyrir bréf frá skólastjóra Dalvíkur - og Árskógarskóla dags. 28.09.2023. þar er óskað eftir úrbótum á vegi frá Hreiðarstöðum í Svarfaðardal og að Koti í Svarfaðardal.
Fræðsluráð lýsir yfir miklum áhyggjum af lélegum vegum inn í dölunum, og er öryggi vegfarenda stórlega ógnað sem eiga leið þar um. Vegurinn er mjög illa farinn, og sérílagi á öðrum helmingi vegarins, sem gerir það að verkum að bílar þurfa oft á tíðum að aka þeim megin vegarins að þeir eru að aka gegn umferð. Það er með öllu óásættanlegt. Skólabíllinn sem sækir börn og keyrir leiðina á hverjum degi er mjög lengi ferða sinnar, vegna slæms ástands vegar. Er þetta með öllu óásættanlegt og er sviðstjóra falið að koma óánægju fundarmanna til vegagerðarinnar, og óska eftir tafarlausum úrbótum.
Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkur - og Árskógarskóla, fór af fundi kl. 10:05