Hvítbók um skipulagsmál

Málsnúmer 202309115

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Drög að hvítbók um skipulagsmál hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lögð fram endurskoðuð landsskipulagsstefna til fimmtán ára ásamt aðgerðaáætlun til fimm ára. Hægt er að senda inn umsagnir eða ábendingar til og með 31. október nk. Stefnudrögin verða einnig kynnt og rædd á Skipulagsdeginum sem haldinn verður 19. október.
Landsskipulagsstefnu er ætlað að tryggja heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana og stuðla að samræmingu í stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um þróun byggðar og landnýtingar. Þannig er landsskipulagsstefnu fyrst og fremst framfylgt með skipulagsgerð sveitarfélaga. Samkvæmt skipulagslögum skulu sveitarfélög byggja á landsskipulagsstefnu við gerð skipulagsáætlana.
Lagt fram til kynningar.