Ársreikningur Dalvíkurbyggð 2023.

Málsnúmer 202309097

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1103. fundur - 11.04.2024

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG, sveitarstjórnarfulltrúinn Freyr Antonsso og sviðsstjórarnir Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 ásamt sundurliðun.

Þorsteinn fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi.

Þorsteinn, Freyr og Eyrún viku af fundi kl. 14:37.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG, sveitarstjórnarfulltrúinn Freyr Antonsso og sviðsstjórarnir Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 ásamt sundurliðun. Þorsteinn fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi. Þorsteinn, Freyr og Eyrún viku af fundi kl. 14:37.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn."

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 260.337.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæð um kr. 206.244.000.
Fjárfestingar samstæðu A- og B-hluta voru kr. 180.302.000.
Lántaka var kr. 0 og afborganir langtímalána samstæðu A- og B- hluta voru kr. 120.012.000.
Handbært fé frá rekstri samstæðu A- og B- hluta var kr. 602.554.000 og veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna var kr. 609.715.000.
Til máls tók:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn þriðjudaginn 14. maí nk.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 1103.fundi byggðaráðs þann 11.apríl 2024 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:15, Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG, sveitarstjórnarfulltrúinn Freyr Antonsson og sviðsstjórarnir Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Þorsteinn fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi. Þorsteinn, Freyr og Eyrún viku af fundi kl. 14:37.
Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023, sundurliðun ársreiknings 2023, skýrsla til sveitarstjóra um stjórnsýsluendurskoðun 2023 og endurskoðunarskýrsla 2023.
Til máls tók: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðustöðum ársreiknings.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 260.337.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæð um kr. 206.244.000.
Fjárfestingar samstæðu A- og B-hluta voru kr. 180.302.000.
Lántaka var kr. 0 og afborganir langtímalána samstæðu A- og B- hluta voru kr. 120.012.000.
Handbært fé frá rekstri samstæðu A- og B- hluta var kr. 602.554.000 og veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna var kr. 609.715.000.

Fleiri tóku ekki til máls.
Niðurstaða: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn þriðjudaginn 14. maí nk.
Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 eins og hann liggur fyrir og áritar reikninginn því til staðfestingar ásamt ábyrgðar- og skuldbindingayfirliti.

Fulltrúar B lista Lilja Guðnadóttir og Monika Margrét Stefánsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
Við hjá B lista viljum leggja áherslu á að þegar verið er tala um ársreikning sveitarfélagsins þarf að gera skýran greinarmun á góðri afkomu eða að sveitarfélagið standi vel fjárhagslega eftir að miklu fjármagni hefur verið skilað inn þar sem ekki var farið í allar þær framkvæmdir sem voru á áætlun fyrir síðastliðið fjárhagsár.

Fulltrúar D lista Freyr Antonsson og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:
D listi mótmælir harðlega þeirri bókun B lista að gera lítið úr rekstrarniðurstöðu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023. Samanburður við önnur sveitarfélög stenst alla skoðun og er ekki eingöngu vegna þess að ekki var farið í meiri fjárfestingar og framkvæmdir.
Dalvíkurbyggð greiddi niður lán uppá 120 milljónir á síðasta ári án þess að taka ný lán. Á þessu ári er áætlaður yfir einn milljarður í fjárfestingar og framkvæmdir og ekki er gert ráð fyrir að taka ný lán heldur greiða niður lán á sama tíma um 100 milljónir. Niðurstaða þessa árs gerir það að verkum að mögulegt er að fara í þessa metnaðarfullu uppbyggingu. Aldrei í sögu Dalvíkurbyggðar hafa slíkar áætlanir verið settar fram.