Tónlistarskólinn á Akureyri - utanbæjarnemendur (2023)

Málsnúmer 202308029

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1077. fundur - 24.08.2023

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 15. ágúst sl, þar sem meðfylgjandi er bréf til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar vegna umsóknar Tónlistarskólans á Akureyri frá nemenda í grunnskóla með lögheimili í Dalvíkurbyggðar. Óskað er svara fyrir 31. ágúst nk.

Vísað er í samkomulag sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda kemur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga til að greiða þennan kennslukostnað að hluta. Gert er því ráð fyrir að sveitarfélagið greiði kostnaðinn að fullu og sæki síðan um endurgreiðslu úr Jöfnunarsjóði skv. ofangreindum reglum. Áætlaður kennslukostnaður er kr. 846.879 fyrir námsárið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 22. ágúst sl., þar sem lagt er til að erindinu verði hafnað þar sem umrætt nám er í boði hjá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi þar sem umrætt nám er í boði við Tónlistarskólann á Tröllaskaga.