Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Fjárhagsáætlun 2024; Færiband á skíðasvæðið í Böggvisfjalli

Málsnúmer 202308025

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1076. fundur - 17.08.2023

Tekið fyrir erindi frá Óskari Óskarssyni, fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 19. júlí sl., þar sem fram kemur að í mörg ár hefur færiband fyrir byrjendur verið á óskalista skíðasvæðisins. Slík færibönd hafa síðustu ár verið sett upp á skíðasvæðum landsins og verið mikið aðdráttarafl fyrir fjölskyldur með börn sem eru
að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Skíðafélag Dalvíkur hefur ekki sett uppsetningu á færibandi á skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli í forgang enn sem komið er vegna annara verkefna sem eru brýn á skíðasvæðinu. Félaginu var boðið til kaups lítið notað 75 metra langt yfirbyggt færiband frá Sunkid af erlendu skíðasvæði sem er verið að loka. Færibandið, flutningur til Íslands og uppsetning er áætlað að sé
20.000.000 kr. sem er um þriðjungur af kostnaði á nýju yfirbyggðu færibandi. Ljóst sé að ekki er til fjármagn í sjóðum félagsins fyrir slíkri fjárfestingu. Skíðafélag Dalvíkur vill kanna hvort Dalvíkurbyggð gæti komið með fjármagn í þessa fjárfestingu sem yrði skíðasvæðinu mikil lyftistöng.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að framkvæmdastjóri og stjórn Skíðafélagsins komi á fund byggðaráðs ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til að ræða ofangreint erindi.

Byggðaráð - 1077. fundur - 24.08.2023

Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Óskari Óskarssyni, fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 19. júlí sl., þar sem fram kemur að í mörg ár hefur færiband fyrir byrjendur verið á óskalista skíðasvæðisins. Slík færibönd hafa síðustu ár verið sett upp á skíðasvæðum landsins og verið mikið aðdráttarafl fyrir fjölskyldur með börn sem eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Skíðafélag Dalvíkur hefur ekki sett uppsetningu á færibandi á skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli í forgang enn sem komið er vegna annara verkefna sem eru brýn á skíðasvæðinu. Félaginu var boðið til kaups lítið notað 75 metra langt yfirbyggt færiband frá Sunkid af erlendu skíðasvæði sem er verið að loka. Færibandið, flutningur til Íslands og uppsetning er áætlað að sé 20.000.000 kr. sem er um þriðjungur af kostnaði á nýju yfirbyggðu færibandi. Ljóst sé að ekki er til fjármagn í sjóðum félagsins fyrir slíkri fjárfestingu. Skíðafélag Dalvíkur vill kanna hvort Dalvíkurbyggð gæti komið með fjármagn í þessa fjárfestingu sem yrði skíðasvæðinu mikil lyftistöng. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að framkvæmdastjóri og stjórn Skíðafélagsins komi á fund byggðaráðs ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til að ræða ofangreint erindi."

Til umræðu ofangreint.

Fulltrúar Skiðafélags Dalvíkur viku af fundi kl. 13:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð er tilbúið að koma með krónu á móti hverri þeirri krónu sem Skíðafélagið safnar í styrki fyrir Töfrateppið en þó að hámarki kr. 10.000.000.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 151. fundur - 05.09.2023

Gísli Bjarnason mætti á fundinn kl. 8:30
Byggðaráð hefur samþykkt að Dalvíkurbyggð er tilbúið að koma með krónu á móti hverri þeirri krónu sem Skíðafélagið safnar í styrki fyrir Töfrateppi en þó að hámarki kr. 10.000.000.
Lagt fram til kynningar.