Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Ósk um aukið fjármagn 2023

Málsnúmer 202308024

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1076. fundur - 17.08.2023

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. ágúst sl., þar sem óskað er eftir viðbótarstyrk að upphæð kr. 8.000.000 fram að áramótum 2023. Í erindinu er farið yfir þær forsendur sem liggja að baki beiðninni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá framkvæmdastjóra og stjórn Skíðafélagsins á fund byggðaráðs ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Byggðaráð - 1077. fundur - 24.08.2023

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Skíðafélagi Dalvíkur Hörður Finnbogason framkvæmdastjóri, Óskar Óskarsson, formaður, Björk Hólm Þorsteinsdóttir, varaformaður, Hanna Kristín Gunnarsdóttir, ritari, Sigurður Kristinn Guðmundsson, meðstjórnandi, úr íþrótta- og æskulýðsráði Jóhann Már Kristinsson, formaður, og Kristinn Bogi Antonsson, starfsmennirnir Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:15.

Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. ágúst sl., þar sem óskað er eftir viðbótarstyrk að upphæð kr.8.000.000 fram að áramótum 2023. Í erindinu er farið yfir þær forsendur sem liggja að baki beiðninni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá framkvæmdastjóra og stjórn Skíðafélagsins á fund byggðaráðs ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðbótarstyrk til Skíðafélags Dalvíkur að upphæð kr. 8.000.000, viðauki nr.28 við fjárhagsáætlun 2023, á deild 06800. Byggðaráð samþykkir að styrknum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 151. fundur - 05.09.2023

Byggðaráð hefur samþykkt auka 8 milljón króna styrk til skíðafélagsins vegna rekstrarársins 2023.
Lagt fram til kynningar