Fyrirspurn um girðingu í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202307043

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 12. fundur - 08.09.2023

Emil Einarsson kom inn á fundinn á nýju undir þessum lið kl. 09:50.

Með fundarboð umhverfis- og dreifbýlisráðs fylgdi ábending frá íbúa í sveitarfélaginu um girðingu sem sé hættuleg dýrum inn á Upsadal norðan Brimnesár. Með ábendingu fylgdu myndir til staðfestingar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar í mál 202305119:
"Með rafpósti dags. 30. maí 2023 óskar Magni Þór Óskarsson eftir viðræðum um mögulega aðkomu knattspyrnudeildar U.M.F.S að niðurrifi á gömlu girðingum í eigu Dalvíkurbyggðar.Umhverfis- og dreifbýlisráð veitir Framkvæmdasviði heimild til að ganga til samninga við knattspyrnudeild U.M.F.S. um niðurrif á gömlum girðingum ef það rýmist innan fjárheimilda að sumri loknu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Fyrir liggur að byggðaráð staðfesti ofangreinda afgreiðslu ráðsins.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka málið áfram.