Frá Slökkviliðsstjóra; Ósk um viðauka 0721 slökkvilið - vegna a) Fiskidagsins mikla og b) nýrra kjarasamninga.

Málsnúmer 202307025

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

Tekið fyrir erindi frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 10. júlí 2023, þar sem Slökkviliðsstjóri óskar efir launaviðauka við deild 07210 að upphæð kr. 2.529.462 vegna a) kr. 2.023.750 vegna breytinga í launaröðun vegna nýrra kjarasamninga sem og samkvæmt starfsheitum og löggildingum og b) kr. 505.712 vegna viðbótar vakta slökkviliðsmanna vegna Fiskidagsins mikla. Fram kemur að ákveðið hefur verið að manna vaktir bæði föstudags- og laugardagskvöld þar sem undanfarnar Fiskidagshelgar hefur Slökkvilið Dalvíkur ítrekað verið kallað út þessi kvöld.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni frá Slökkvliðsstjóra að upphæð kr. 2.529.462, viðauki nr. 27 við fjárhagsáætlun 2023, á deild 07210- laun en að kr. 505.712 verði fært með millifærslum á deild 05710 - sem heldur utan um aukakostnað vegna Fiskidagsins mikla. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.