Frá Bændasamtökum Íslands; Erindi til sveitarfélaga

Málsnúmer 202307019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

Tekið fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands, dagsett þann 6. júlí 2023, er varðar lausagöngu/ágang búfjár. Vísað er í þá umræðu sem að einhverju leiti hefur skapast í kjölfar álits frá Umboðsmanni Alþings og úrskurðar frá dómsmálaráðuneytinu frá því í október sl. og janúar sl. Í ljósi þessa vilja Bændasamtökin koma á framfæri nokkrum atriðum í samantekt þar sem farið er yfir helstu sjónarmið er varða lausagöngu og ágang búfjár og það álitaefni hvort lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum geti talist ágangur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu bréfi til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 12. fundur - 08.09.2023

Á 1074.fundi byggðaráðs þann 13.júlí sl. var tekið fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands, dagsett þann 6. júlí 2023, er varðar lausagöngu/ágang búfjár. Vísað er í þá umræðu sem að einhverju leiti hefur skapast í kjölfar álits frá Umboðsmanni Alþings og úrskurðar frá dómsmálaráðuneytinu frá því í október sl. og janúar sl. Í ljósi þessa vilja Bændasamtökin koma á framfæri nokkrum atriðum í samantekt þar sem farið er yfir helstu sjónarmið er varða lausagöngu og ágang búfjár og það álitaefni hvort lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum geti talist ágangur. Niðurstaða:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu bréfi til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði.
Lagt fram til kynningar.