Umhirða og umgengni í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202306175

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11. fundur - 07.07.2023

Til umræðu umhirða og umgengni á lóðum í Dalvíkurbyggð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Framkvæmdasvið að auglýstur verði tiltektardagur á Dalvík laugardaginn 22. júlí nk. Íbúar verði hvattir til að taka til og snyrta sitt nærumhverfi, að auglýstur verði lengri opnunartími á gámasvæði og að sorpförgun verði gjaldfrjáls þann dag.
Ráðið leggur einnig til að Framkvæmdasvið sendi ábendingar til allra fyrirtækja og rekstraraðila í sveitarfélaginu þar sem þeim er bent á hentugar förgunarleiðir.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur einnig til að í vinnu við fjárhagsáælun 2024 verði gert ráð fyrir fjármunum í sérstaka tiltektardaga og hreinsunarátak í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.