Frá Knattspyrnudeild UMFS; Umsókn um uppsetningu skiltis

Málsnúmer 202306164

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

Felix Rafn Felixson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:36.

Tekin fyrir umsókn frá Birni Friðþjófssyni, fyrir hönd Knattspyrnudeildar UMFS, móttekið 29. júní sl. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp LED auglýsingaskilti sem er 2x3 m á stærð. Staðsetning á því er upp á kanti milli þjóðvegar og íþróttasvæðis UMFS, upp á bakkanum við veginn þar sem keyrt er inn á íþróttasvæðið. Gert er ráð fyrir að núverandi skiltum sem eru þarna á bakknum muni fækka.

Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa þá er um byggingaleyfisskylda framkvæmda að ræða. Í deiliskipulagi íþróttasvæðisins segir: "Auglýsingaskilti skulu einungis beinast að gestum svæðisins til að minnka áreiti á nærliggjandi umhverfi og umferð". Meta þarf m.a. hvort að áformin samræmist deiliskipulagi og hvort þörf sé á grenndarkynningu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umbeðin frekari gögn með umsókninni, dagsett þann 4. júlí sl. Fram kemur m.a. að ávallt verður kveikt á skjánum en hægt er að stýra ljósmagni eða slökkva á skjánum ef þess þarf. Meðfylgjandi eru einnig upplýsingar á mynd um fyrirhugaða staðsetningu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda umsókn, með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Byggðaráð áréttar að þessi framkvæmd er byggingarleyfisskyld og vísar erindinu til byggingafulltrúa. Felix Rafn tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.